Skýrslan er viðamikil og hefur að geyma upplýsingar um flesta þætti skólastarfsins. þ.m.t. um heildarmálefni skólans, s.s. stefnumótun og þróun, fjárhag, gæðamál, húsnæðismál, kennslumál og rannsóknir, og um starfsemi einstakra deilda og stoðsviða, þ.m.t. upplýsingar um sýningar og viðburði, alþjóðlegt samstarf, kennara og gesti, og samstarf milli deilda. Þá eru í skýrslunni tölfræðilegar upplýsingar um þætti eins og fjölda starfsmanna og skiptingu þeirra eftir eðli starfa, fjölda nemenda eftir deildum, kynjahlutföll, fjölda umsókna um nám, hlutfall stöðugilda og nemenda, rannsóknarhlutföll, útgáfur, útlán bókasafns, og samstarfsverkefni.

Skýrsluna er að finna í heild sinni hér fyrir neðan.

File \u002D Ársskýrsla Listaháskólans skólaárið 2011\u002D2012