Listkennsludeild Listaháskóla Íslands bauð upp á opinn hádegisfyrirlestur í húsnæði sínu í Laugarnesi miðvikudaginn 12. október.

MA in Arts Education- „Allir eiga rétt á listmenntun- nema sumir“- hádegisfyrirlestur from Iceland Academy of the Arts on Vimeo.

Hér má sjá upptöku af fyrirlestrinum á vimeo
 

Fyrirlesturinn „Allir eiga rétt á listmenntun – nema sumir“ var hluti af dagskrá Listaháskólans fyrir Jafnréttisdaga Háskóla Íslands sem fram fóru 10.-21. október 2016.

Aðalviðfangsefni voru: Listmenntun fatlaðs fólks- hvað er í boði og er það nóg og einnig sýnileiki fatlaðs fólks í listalífinu.

Fyrirlesarinn, Margrét M. Norðdahl er deildarstjóri diplómanáms í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Eftirfarandi mælendur ræddu einnig málefni fatlaðs fólks varðandi listmenntun: Birkir Sigurðsson, listnemi, Elín Fanney Ólafsdóttir, listnemi og Elín Sigríður María Ólafsdóttir Breiðfjörð Berg, listnemi og áhugaleikkona.

lhi.is/event/allir-eiga-rett-a-listmenntun-nema-sumir-hadegisfyrirlestur