Jón Ólafur Ólafsson arkitekt var endurkjörinn í stjórn skólans til þriggja ára og Jóhann Sigurðsson arkitekt fráfarandi formaður félagsins var kosinn varamaður hans.Úr stjórn félagsins gengu Jóhann Sigurðsson arkitekt formaður og Árni Heimir Ingólfsson tónskáld. Í þeirra stað voru kjörnar þær Karólína Eiríksdóttir tónskáld og Ástríður Magnúsdóttir arkitekt. Þá var Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður endurkjörinn í stjórn FLHÍ og Sigurður Einarsson, arkitekt, varamaður. Öll til tveggja ára. Eftir stuttar og smávægilegar orðalagsbreytingar voru breytingartillögur starfshópsins og stjónar félagsins samþykktar samhljóða.

Stjórn skólans skipa:

Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri, stjórnarformaður
Kolbeinn Einarsson, tónlistarmaður, varaformaður

Anna Líndal, myndlistarmaður

Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt
 Markús Þór Andrésson, myndlistarmaður og sýningarstjóri 

Stjórn FLHÍ skipa:

Ástríður Magnúsdóttir, arkitekt
Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður
Karólína Eiríksdóttir, tónskáld
Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður og
Sigurþór Heimisson, leikari
Varamaður er Sigurður Einarsson, arkitekt

Sjá nánar um félagið