Vorútskriftarathöfn Listaháskóla Íslands fór fram í Silfurbergi, Hörpu, 17. júní 2016.

140 listamenn og hönnuðir voru útskrifaðir að þessu sinni.

9 útskrifuðust úr listkennsludeild
48 útskrifuðust úr hönnun- og arkitektúrdeild
38 útskrifuðust úr myndlistardeild
22 útskrifuðust úr tónlistardeild
23 útskrifuðust úr sviðslistadeild

Á athöfninni fluttu útskriftarnemendur úr öllum deildum ræður fyrir hönd sinna deilda. Í ár voru ræðumenn þessi:

Þórunn María Jónsdóttir, nemandi í listkennslu.
Berglind Erna Tryggvadóttir og Tanja Stefanía Rúnarsdóttir, nemendur í myndlist.
Gréta Kristín Ómarsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut.
Ólafur Baldvin Jónsson, nemandi í arkitektúr.
Ingibjörg Fríða Helgadóttir, nemandi í skapandi tónlistarmiðlun.

Kynnir á athöfninni var Eygló Hilmarsdóttir, nemandi á fyrsta ári á leikarabraut.

Ávarp rektors á vorútskrift 2016

Hátíðarræða heiðursdoktors LHÍ, Hjálmars H. Ragnarssonar.