Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið kennurum og listafólki með BA gráðu eða sambærilegt nám. Námskeiðið nýtist kennurum og listafólki sem sinnir kennslu og miðlun á breiðum vettvangi. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.

Fjallað er um námsefni og námsgögn sem notuð eru hér á landi, einkum á grunnskólastigi. Einnig eru skoðuð nokkur dæmi um erlend námsgögn. Leitað er svara við spurningunni: Hvert er hlutverk námsgagna? Rýnt er í ólíkar gerðir námsgagna og ýmiss konar námsefni er  kannað og greint með hliðsjón af greiningarlykli.

Skoðað er með dæmum hvernig fræðileg afstaða er útfærð í námsefni til dæmis í tengslum við kennsluaðferðir. Rætt er um lykilhugtök í námsefnisgerð og fjallað um rannsóknir og kenningar í tengslum við hana. Nemar spreyta sig á gerð verklýsingar fyrir námsefnisgerð að eigin vali. Ef tími gefst búa nemar til sitt eigið stafræna efni með notkun sérstaks opins forrits og kynna það fyrir námshópi.

Námsmat: Skrifleg verkefni, s.s. greining á námsefni og gerð verklýsingar, kynning í tengslum við stafræna efnisgerð.

Kennari: Torfi Hjartarson lektor í kennslufræði og upplýsingatækni með áherslu á margmiðlun, námsefnisgerð og notkun upplýsingatækni í skólastarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur gefið út mikið af námsefni og tekið þátt í þróunar- og rannsóknarverkefnum á því sviði.

Staður og stund: Laugarnes. Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 9.20- 12.10.

Tímabil: 7. nóvember- 30. nóvember (ath ekki kennt 23. og 28. nóv).

Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).

Forkröfur: B.A. gráða eða sambærilegt nám.

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar: olofhugrun@lhi.is / 520 2409