Í Listaháskóla Íslands eru fimm deildir, en innan þeirra eru starfræktar samtals átján námsbrautir, þar af þrettán á bakkalárstigi og fimm á meistarastigi.

Í hönnunar- og arkitektúrdeild eru í boði fjórar brautir til BA gráðu og meistaranám í hönnun. 

Arkitektúr BA (180 ECTS)

Fatahönnun - BA (180 ECTS)

Grafísk hönnun - BA (180 ECTS)

Vöruhönnun - BA (180 ECTS)

Meistaranám í hönnun (120 ECTS)

Í sviðslistadeild eru í boði þrjár brautir til BA gráðu og eins árs meistarnám

Sviðshöfundabraut - BA (180 ECTS)

Leikarabraut - BA (180 ECTS)

Samtímadans - BA (180 ECTS)

Alþjóðlegt meistaranám í sviðslistum

Í listkennsludeild er boðið upp á meistaranám í listkennslu og diplómanám til kennsluréttinda.

Diplómanám til kennsluréttinda - diplóma (60 ECTS)

Meistaranám í listkennslu - MA eða M.Art.Ed. (120 ECTS)

Í myndlistardeild er boðið þriggja ára nám til BA gráðu og tveggja ára meistaranám.

Myndlist - BA (180 ECTS)

Myndlist - MA (120 ECTS)

Í tónlistardeild er í boði þriggja ára nám til B.Mus. og BA gráðu. Einnig er í boði diplóma nám í hljóðfæraleik og meistaranám í tónsmíðum til MA gráðu og í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi til M.Mus. gráðu.

Diplómanám - hljóðfæraleikur/söngur - diplóma (60 ECTS)

Hljóðfæri / söngur B.Mus.

Kirkjutónlist - BA (180 ECTS)

Skapandi tónlistarmiðlun - BA (180 ECTS)

Tónsmíðar - BA (180 ECTS)

Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf - M.Mus. (120 ECTS)

Meistaranám í tónsmíðum - MA (120 ECTS)

Söng- og hljóðfærakennaranám - BA (180 ECTS)

Söng- og hljóðfærakennaranám MA