Myndlistardeild

Myndlist MA

Kennsluskrá 2024-2025

Hæfniviðmið námsleiðar

Þekking

Að loknu námi býr nemandi yfir þekkingu á sviði myndlistar.
​Í því felst að nemandi:

  • Þekki fagleg viðfangsefni myndlistar og álitamál.
  • Hafi aflað sér þekkingar með rannsóknum og listsköpun.
  • Þekki til helstu strauma, kenninga, aðferða og verka samtímamyndlistar.
  • Geti nýtt þekkingu sína til að færa rök fyrir eigin úrlausnum.
  • Þekki til rannsóknaraðferða á fagsviði myndlistar.
  • Hafi þekkingu á siðfræði rannsókna og listsköpunar.

Leikni

Að loknu námi getur nemandi beitt aðferðum og verklagi á sviði myndlistar.
​Í því felst að nemandi:

  • Hafi tileinkað sér ábyrg og sjálfstæð vinnubrögð í listsköpun.
  • Hafi getu til að samþætta þekkingu, eiga við flókin viðfangsefni og setja fram skoðun í eigin verkum.
  • Geti nýtt þekkingu sína og skilning í faglegri vinnu og starfsumhverfi myndlistar.
  • Hafi náð góðum tökum á viðeigandi aðferðum og tækni við útfærslu verka og viðfangsefna.
  • Geti aflað, greint og metið gögn í rannsóknar,- og listsköpunarferli.
  • Sýni frumleika og innsæi í þróun og gerð verka.
  • Geti nýtt þekkingu sína, skilning og úrlausnarhæfni við nýjar og ókunnuglegar aðstæður og í þverfaglegu samhengi við myndlist.
  • Geti þróað verkefni og sett í samhengi við kenningar fagsviðsins.
  • Geti þróað og beitt rannsóknaraðferðum í listsköpun.
  • Sé læs á eigin verk og annarra á faglegum forsendum.

Hæfni

Að loknu námi getur nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/ eða frekara námi.
​Í því felst að nemandi:

  • Hafi þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæði í listsköpun til að geta tekist á við frekara nám og/eða starf.
  • Geti átt frumkvæði að myndlistarverkefnum, stýrt þeim og axlað ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa, einn og í samstarfi við aðra.
  • Geti sett fram nákvæma verkáætlun og fylgt henni eftir með ábyrgum hætti.
  • Geti sett fram margbrotin viðfangsefni í listsköpun og miðlað út frá faglegum forsendum, einn eða í samstarfi við aðra, í áheyrn sérfræðinga og almennings.
  • Hafi hæfni til að setja fram og lýsa faglegum viðfangsefnum myndlistar í ræðu og riti á ensku.
  • Geti tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær.
  • Geti metið sjálfstætt hvenær mismunandi greiningaraðferðir eiga við í rannsóknum og listsköpun.
  • Hafi eflt gagnrýna vitund sína og geti nýtt sér gagnrýna umfjöllun til skapandi vinnu.
  • Hafi öðlast færni til að takast á við alþjóðlegan fagvettvang myndlistar.
F Fræði
V Vinnustofa
B Bundið val
S Skylda
V Val