Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið nýtist kennurum og listafólki sem sinnir kennslu og miðlun ungra barna og vill nota aðferðir myndlistar við miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.

Kynntar verða nokkrar leiðir til þess að vinna á skapandi hátt að myndlistartengdum og þverfaglegum verkefnum með yngri börnum. Áhersla er lögð á listrænar tilraunir og verkefni sem reyna á sjálfstæði og virkni þátttakenda. Námskeiðið byggir á verkefna- og hópvinnu.

Námsmat:  Verkefni og virkni.

Kennari: Eygló Harðardóttir er myndlistarkona og einnig stundarkennari við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hún hefur undanfarið unnið þrívíð málverk og sýndi sumarið 2014 á sýningunni „Dalir og hólar ", sú sýning fjallaði um fyrirbærið litur. Eygló rannsakaði í MA ritgerð sinni „Listaverk gefur vísbendingar um þrívíða nálgun í litanámi" áhrif þrívíðrar litanotkunar í myndlist og litanámi.

Staður og stund: Laugarnes, laugardaga og sunnudaga frá kl 10:00-13:30.

Tímabil: 2. - 10. apríl, 2016.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409.