Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið nýtist kennurum, listafólki og öðrum sem sinna kennslu og miðlun ungra barna og vill nota aðferðir myndlistar við miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Kynntar verða nokkrar leiðir til þess að vinna á skapandi hátt að myndlistartengdum og þverfaglegum verkefnum með yngri börnum. Áhersla er lögð á listrænar tilraunir og verkefni sem reyna á sjálfstæði og virkni þátttakenda. Námskeiðið byggir á verkefna- og hópvinnu.
 
Námsmat:  Verkefni og virkni.
 
Kennari: Eygló Harðardóttir er myndlistarkona og einnig stundarkennari við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hún hefur undanfarið unnið þrívíð málverk og sýndi sumarið 2014 á sýningunni „Dalir og hólar ", sú sýning fjallaði um fyrirbærið litur. Eygló rannsakaði í MA ritgerð sinni „Listaverk gefur vísbendingar um þrívíða nálgun í litanámi" áhrif þrívíðrar litanotkunar í myndlist og litanámi.
 
Staður og stund: Laugarnes, laugardaga og sunnudaga frá kl 10:00-13:30.
 
Tímabil: 10. - 18. mars 2018.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám eða umtalsverð reynsla af starfi með börnum. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 545 2249.