myndlist.jpg
 

Í námskeiðinu er fjallað um helstu strauma og stefnur í alþjóðlegri myndlist á tímabilinu frá því um miðbik 19. aldar til 7. áratugar 20. aldar Leitast er við að varpa ljósi á myndlist tímabilsins með því að skoða og greina fjölda ólíkra listaverka um leið og hugað er að þeim menningar-, heimspekilegu- og sögulegu forsendum er lágu þeim til grundvallar. Kynntar eru jafnt hefðbundnar sem nýjar leiðir til skilnings á list módernismans, ásamt því að reifa nokkrar af þeim meginhugmyndum og kenningum sem markað hafa fræðilega umræðu um myndlist á 20. öld. Sérstaklega er þó staldrað við verk og skrif þeirra listamanna er umbreyttu viðteknum listhugmyndum tímabilsins með nýstárlegri hugsun sinni og nálgun í listsköpun og vörðuðu þannig leiðina til þeirrar myndlistar sem við þekkjum í okkar samtíma. 

Námsmat: Skrifleg verkefni og heimapróf

Kennarar: Aðalheiður L. Guðmundsdóttir og Jóhannes Dagsson

Staður og stund: Laugarnes, þriðjudaga og fimmtudaga kl: 10:30-12:10.

Tímabil: 30. ágúst - 10. nóvember, .2016.

Verð: 48.000 kr. (án eininga) – 60.000 kr. (með einingum).

Fyrir hverja er námskeiðið/Námsstig: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í BA námi í myndlist.