Menningarstjórnun 2  ECT

22. ágúst - 2. september 2016

Lýsing:

Í námskeiðinu fá nemendur innsýn í menningarstjórnun og stafsumhverfi sviðslista. Nemendur þróa eigin hugmynd, fyrst einir og svo verða nokkrar hugmyndanna unnar lengra í 3 – 4ra manna hópum. Nemendur fá tækifæri til að kynnast grundvallaratriðum í verkefnastjórnun, helstu verkfærum sem mikilvæg eru til að halda utan um mótun og framkvæmd verkefna. Þannig fá nemendur tækifæri til að víkka og ydda sína listrænu sýn, skoða ólíka möguleika, samstarfsfleti og úrvinnslu verkefna í hóp. Innsýn í möguleika og takmarkanir í framkvæmd margbreytilegra verkefna sviðslistafólks, fjármögnun, kynningar og áætlanagerð er hluti af námskeiðinu.  

Hæfniviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að:  

•    Hafa innsýn í meginþætti við útfærslu eigin hugmynda og verkefna í hóp allt frá hugmynd til framkvæmdar, 
•    Hafa hæfni til að skipuleggja og nýta áætlanagerð og helstu verkfæri í menningarstjórnun,
•    Hafa þekkingu á flóknu starfsumhverfi sviðslistafólks og einkennum helstu menningarstofnana og rekstrarformi þeirra, 
•    Hafa færni í að setja fram listræna hugmynd, þróa hana í hóp og skila af sér í rituðu og töluðu máli og getu til að gera grein fyrir framkvæmd, fjármögnun og samstarfsmöguleikum.  

Námsmat: Skrifleg verkefni og kynning. 

Kennari: Þórunn Sigurðardóttir.