Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynna sér menningarfræði. Valnámskeið í BA sviðslistadeild. 

Í námskeiðinu er leitast við að rýna í og greina þá þætti samtímamenningar okkar sem móta og skilyrða hversdagslega hegðun fólks. Stuðst verður við hugmyndir innan heimspeki- og menningarfræði sem fjalla m.a. um vald, miðlun, orðræðustýringu og raunveruleika. Farið verður í ólíka þætti menningarinnar og þeir skoðaðir út frá birtingarmyndum og virkni ofangreindra hugtaka. Til umræðu verða m.a. vaxandi þjóðernishyggja, ótti og andóf, lýðræði og neysla, sjálf og sjónarspil.

Námsmat: Verkefni og fyrirlestur/kynning. 

Kennari: Karl Ágúst Þorbergsson.   

Staður og stund: Kennt á fimmtudögum kl. 10:30 til 12:10 í stofu 526 á Sölvhólsgötu 13.

Tímabil: 19. október- 7. desember. 

Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).

Forkröfur:  Stúdentspróf. 

Nánari upplýsingar: Vigdís Másdóttir, deildarfulltrúi sviðslistadeildar. vigdismas@lhi.is / 545 2297.