Markmið námsbrautarinnar eru: 

  • að styrkja persónulega sýn, rannsakandi afstöðu og aðferðir nemenda innan sviðslista
  • að virkja nemendur til sjálfstæðrar listrænnar ákvarðanatöku
  • að skapa nemendum dýnamískt og innblásandi umhverfi og tækifæri til að þroska og þróa eigin nálgun og listsköpun
  • að dýpka skilning og bæta við þekkingu nemenda á listgreininni
  • að stuðla að nýsköpun innan sviðslista 

Nemendur fá:

  • Vinnustofur, málstofur og fyrirlestra leidda af íslenskum og alþjóðlegum lista- og fræðimönnum í fremstu röð.
  • Stuðning og leiðbeiningu við að þróa eigin aðferðafræði innan sviðslista.
  • Reynslu af því að vinna í þverfaglegu samstarfi.
  • Tækifæri til að nálgast sköpun með rannsakandi afstöðu til aðferða og viðfangsefnis.
  • Grunn í samtíma menningar- og sviðslistafræðum
  • Stuðning og leiðbeiningu við að þróa hugmyndir og sviðsetningu lokaverkefnis. 

 

Meistaranám í samtíma sviðslistum er fullt eins árs nám til 90 ects.
Uppbygging námsins skiptist í sjálfstæða listsköpun, vinnustofur, málstofur, fræðigreinar og lokaverkefni.
Miðað er við að nemendur ljúki 30 ects á hverju misseri.