Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynna sér hugmyndafræði listrænnar menningarstjórnunar. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 

Í námskeiðinu kynnast nemendur forsendum listastjórnunar sem fags og fræðigreinar og lykilhugtök stjórnunarfræða eru sett í samhengi við áhrif af þekkingarframleiðslu stjórnunariðnaðarins. Fjallað er um fagurfræði stjórnunar, hlutverk stjórnenda innan listheimsins, listmarkaði, stjórnun í menntakerfum og gagnrýni á opinbera stefnumörkun. Nemendur skoða eigin reynslu af stjórnunarmenningu, sem áhrifamestu hugmyndafræði samtímans, og áhersla er lögð á sjálfstæða greiningu á samspili lista og stjórnunar.  

Námsmat: Þátttaka í tímum, dagbók, verkefnavinna og kynning.

Kennari: Njörður Sigurjónsson PhD, er dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst en áður starfaði hann meða annars sem framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs og markaðsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og sviðstjóri í Íslensku óperunni. Njörður er með BA próf í heimspeki og M.Sc. í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands, auk doktorsprófs í menningarstefnu og -stjórnun (Doctor of Philosophy in Cultural Policy and Management), frá City University í Lundúnum.

Staður og stund: Nánari upplýsingar síðar.

Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.

Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409