Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar listamönnum eða kennurum sem starfa með eða hafa hug á að starfa með nemendum með ólíka færni. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 

Á námskeiðinu verður fjallað um ólíkan skilning á fötlun í gegnum aldirnar, hugmyndafræði og lög um menntun fyrir alla og þátttöku og aðgengi fatlaðs fólks í ólíkum listgreinum og í listnámi.

Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á eðli aðgreiningar í menntakerfinu og í ólíkum listgreinum og leita leiða til úrbóta sem og að rýna í ,,verkfæri‘‘ sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni.

Farið verður í vettvangsheimsóknir í skóla og staði þar sem kennsla í listum og listsköpun fer fram og gestafyrirlesarar fengnir í heimsókn.

Athugið að fyrri hluti námskeiðsins er kenndur á ensku. 

Námsmat: Verkefni og vettvangsvinna.

Kennari: Margrét Norðdahl.

Staður og stund: Laugarnes. Þriðjudagar kl. 13- 15.50.

Tímabil: 12. september- 21. nóvember. 

Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum)

Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409.