Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og tengsl hennar við listir og menntun. Valnámskeið í meistarnámi í listkennslu. 

Í námskeiðinu verða útskýrð meginhugtök, og rýnt í opinbera stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar. Megináhersla verður á ólíkar hugmyndir um menntun til sjálfbærni og fjölbreyttar birtingarmyndir hennar í myndlist. Skoðað verður hvernig listir geta veitt aukinn skilning á hugtakinu sjálfbær þróun. Lögð verður áhersla á samfélagsrýni og unnið verður með hugmyndir samtímalistamanna í því samhengi. Námskeiðið er bæði verklegt og í formi fyrirlestra. 

Námsmat: Símat, viðbrögð við lesefni og verkefni.

Kennari: Ásthildur Björg Jónsdóttir.

Staður og stund: Laugarnes, tími tilkynntur síðar.

Tímabil: Tilkynnt síðar.

Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).

Forkröfur:  BA. gráða eða sambærilegt nám.

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409