Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið nýtist öllum sem koma að listmenntun og þeim sem vilja vinna samfélagslega tengd verkefni. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að víkka hugmyndir nemenda um miðlun menningar utan hefðbundins kennslurýmis, nýjar leiðir í listkennslu og finna þeim farvegi í samfélaginu. Nemendur rannsaka ólíkar stofnanir, rými og söfn sem tengja má menningarmiðlun og skoða og ræða ólíkar miðlunarleiðir þeim tengdum. Einnig fara nemendur á Hvammstanga með hópnum og halda listasmiðju fyrir gesti á svæðinu.
 
Námsmat:  Símat og verkefni.
 
Kennari: Ellen Gunnarsdóttir og Ingimar Ólafsson Waage. Ellen er sagnfræðingur að mennt og hefur kennt við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Ellen útskrifaðist með doktorsgráðu í sagnfræði frá Cambridge háskóla árið 1997 og hefur stundað rannsóknir og útgáfu varðandi nýlendusögu Rómönsku Ameríku. Ingimar er aðjúnkt og starf­andi fag­stjóri sjón­lista í list­kennslu­deild, mynd­lista­mað­ur. Hann er með M.Ed í heim­speki mennt­unar frá Háskóla Íslands og er í dokt­ors­námi í mennta­vís­ind­um. Hann hefur auk þess kennt heim­speki, lífs­leikni og mynd­mennt og verið umsjón­ar­kenn­ari nem­enda á ung­linga­stigi í Garða­skóla í Garðabæ í ára­fjöld.
 
Staður og stund: Laugarnes og Hvammstangi. 2019.
 
13., 17., 20. maí, kl: 13-15.50 
 
24. maí verður tími kl: 13-15.50 í Laugarnesinu, eftir þann tíma verður lagt af stað með rútu til Hvammstanga og gist eina nótt.
 
25. maí, laugardaginn, verður haldin smiðja á svæðinu fyrir allan aldur (gesti gangandi) í samstarfi við listamenn í residensíu á svæðinu nálægt Hvammstanga. Áætluð heimkoma er um kvöldmatarleytið 25. maí.
 
ATHUGIÐ: Þáttakendur borga ekki uppihald, gistingu ferðir í ferðalaginu norður, heldur er það innifalið í námskeiðsgjöldum.
 
Tímabil: 7. - 25. maí, 2019, (5 skipti).
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 4 einingar: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249