Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér tengsl lista og fjölmenningar. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Nám í fjölmenningarlegum fræðum hefur það að markmiði að kynna menningarlega meðvitund, þekkingu á sjálfum sér sem og hvetja til einingar þvert á hið fjölbreytilega.
Öll þessi markmið eru að finna í listum því tungumál þeirra eru án landamæra.
Þessi áfangi hvetur nemendurna til að kanna eigið líf og samfélög auk þess að skoða framandi heima óháða landmærum, menningu og samfélagsstétt. Skoða verður sérstaklega hugtakið fyrirmynd og hlutverk mentora.
Þátttakendum á námskeiðinu gefst kostur á að bæta við sig tveimur einingum og kenna ungmennum og mentorum þeirra sem sækja munu námskeið í Listaháskólanum.
 
Námsmat: Verkefni, vinnubók og virkni.
Kennari: Dr. Ásthildur Björg Jónsdóttir
 
Ásthildur er með doktorsgráðu frá HÍ og Lapplandsháskóla en doktorsverkefni hennar fjallaði um möguleika lista í menntun til sjálfbærni og eru listir og sjálfbærnimenntun eru í forgrunni rannsóknaráherslna hennar, bæði í formlegu og óformlegu samhengi menntunar. Einnig er Ásthildur með MA-gráðu frá New York University (NYU), Steinhardt School of Culture, Education, and Human Development, M.Ed-gráðu frá Háskóla Íslands og B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands.
 
Ásthildur hefur kennt í grunnskólum og framhaldsskólum, háskólum, í félagsmiðstöðvum og með fólki á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, á Íslandi, í Genf, New York og víðar. Hún hefur gefið út námsefni, þróað námskrár og gefið út barnabók um sjálfbærni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Ásthildur Björg hefur starfað víða sem sýningarstjóri t.d. í Listasafni Árnesinga, höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, í The Scandinavian house í New York, Norræna húsinu, Hörpu og Norðurheimskautssafninu í Rovaniemi. Hún hefur að auki sýnt eigin list á Íslandi, í New York og Finnlandi.
 
Staður og stund: Laugarnes, fimmtudagar kl. 13:00-17:00
Tímabil:  12. janúar og 2. febrúar 2023
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 4 einingar: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum) 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
Kennsluskrá: https://ugla.lhi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=76...
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249
Sækja um hér: https://ugla.lhi.is/stoknamskeid/