Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir tónlistarfólk og listafólk sem vilja tileinka sér aðferðir spuna og tónsmíða í samvinnu. Námskeiðið er valnámskeið á MA stigi tónlistardeildar.
 
Námskeiðið skiptist í fjóra áherslupunkta.
  • Vinna með rödd, líkama og ásláttarhljóðfæri; samhæfing og samskipti.
  • Spuni í hóp; að þróa eigin rödd innan hópsins og byggja á hugmyndum hinna í hópnum.
  • Tónsmíðar í samvinnu; samvinna við myndun og mótun hugmynda.
  • Leiðtogasálfræði; mismunandi fletir á leiðsögn og að fá hóp til að vinna að sameiginlegri sköpun. Að vera í senn leiðandi og fylgjandi. Auk þess er snar þáttur námskeiðisins vettvangsvinna, verkefni sem fela í sér vinnu með hópum sem hafa fjölbreytilegan bakgrunn, bæði í tónlist og á öðrum sviðum. Það getur t.d. verið fagfólk í ólíkum listgreinum eða vinna við tónlistarsköpun með hópi einstaklinga með takmarkaða reynslu eða forsendur. 
 
Námsmat: Opinber flutningur og sjálfs- og jafningjamat
 
Kennari: Sigurður Halldórsson og Jón Gunnar Biering
 
Staður og stund: Skipholt 31. Tímasetning auglýst síðar.
 
Tímabil: Haust, 2018.
 
Einingar:  ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: Nánar auglýst síðar. 
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar. indra@lhi.is.