Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar listamönnum og kennurum sem hafa hug á að nota sér möguleika brúðuleiklistarinnar í kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 

ATH. Námskeiðið er kennt á ensku. 

Í námskeiðinu verður farið ítarlega í sögu, forsögu og notkun brúðuleiklistarinnar í heiminum síðustu aldir. Nemendur munu í framhaldi vera kynntir fyrir grunntækni og frekari möguleikum sem felast í sjö megin gerðum brúðuleiklistarinnar: Skuggabrúðuleikhúsi, Stangarbrúðum, Strengjabrúðum, Handbrúðum, Kjaftbrúður (Prúðuleikararnir, Latibær), Bunraku-Borðbrúður og Grímu- og Hlutaleikhúsi.

Áhersla er lögð á færni í að draga fram styrkleika og veikleika mismunandi leikbrúðuforma sem gerir nemendum fært að greina á skilvirkan hátt á milli þeirra óteljandi möguleika sem listformið býður upp á.

Athugið að námskeiðið er kennt á ensku.
 
Námsmat: Ritgerðarsmíð og verklegar æfingar unnar í hóp.

Kennari: Bernd Ogrodnik.

Staður og stund: Laugarnes. Föstudagar kl. 13-15.50 og laugardagur 25. nóvember kl. 10-15.

Tímabil: 10. nóvember- 25. nóvember. 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: BA-gráða eða sambærilegt nám. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409