KUNO samstarfsnet myndlistarháskóla Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna bjóða uppá fjöldamörg opin „express“ námskeið á ári hverju.  Kuno greiðir ferða- og uppihaldsstyrk til þeirra nemenda sem hljóta sæti á slíku námskeiði.  Styrkurinn samanstendur af 660 € í ferðastyrk og 70 € á viku í uppihaldsstyrk.  Misjafnt er hvernig val á þáttakendum fer fram. Í sumum tilfellum eru það þeir nemendur sem eru fyrstir að skrá sig á námskeið sem býðst sæti á námskeiðinu en í öðrum tilfellum óskar skólinn sem heldur námskeiðið eftir stuttum texta eða sýnishornum af verkum nemanda. 

Einungis nemendur myndlistardeildar LHÍ geta sótt um sæti á Kuno Express námskeiði en þau eru auglýst í fjölpósti til nemenda.

Á vefsíðu KUNO er hægt að lesa sig nánar til um KUNO Express en hér er stutt lýsing á því hvernig skráning á slíkt námskeið, styrkgreiðsla o.fl. fer fram:

1. Nemandi sækir um Kuno Express námskeiði samkvæmt leiðbeiningum sem koma fram í auglýsingu námskeiðs.

2. Gestaskóli staðfestir í tölvupósti hvort nemanda LHÍ býðst sæti á námskeiðinu.

3. Ef nemandi fær úthlutað plássi er fyrsta skrefið að ræða við umsjónarkennara og fá leyfi til að sækja námskeiðið.  Tímalengd Kuno námskeiða er yfirleitt 1-3 vikur og því þurfa nemendur leyfi umsjónarkennara fyrir fjarveru á tilteknu tímabili.

4. Þegar ofangreind atriði eru upfyllt fyllir nemandi út umsóknarform um Kuno Express styrk.  Nemandi, umsjónarkennari og alþjóðafulltrúi LHÍ skrifa undir eyðublaðið (þrjár undirskriftir) og alþjóðafulltrúi sér um að senda umsóknina til Kuno netsins.  Þar sem um milligreiðslu á milli landa er að ræða tekur það styrkinn yfirleitt 5-10 daga að berast nemanda frá því að styrkumsókn er send út.  Umsóknareyðublað um Kuno Express styrk (fyllið út rafrænt og prentið síðan út)