Kristín Sigurðardóttir
kristinsig12 [at] gmail.com

 

Veggflísar úr manngerðri hrafntinnu veita innsýn í hvernig við getum skapað verðmæti úr úrgangi. En breytist viðhorf okkar til náttúrunnar þegar hún er manngerð? Steinullarframleiðsla er eina glerframleiðslan úr íslensku náttúrulegu hráefni. Hingað til hefur steinull ekki verið endurnýtt eftir notkun. Í verkinu er steinull endurnýtt og henni umbreytt í glerjað efni í ætt við hrafntinnu. Eldfjallaglerið hrafntinna er fágætt og eftirsótt efni, en áður var hrafntinna notuð í steiningu bygginga eins og Þjóðleikhússins en í dag er slík notkun ekki leyfileg. Manngerða hrafntinnu má nýta á marga vegu og endurvinna á ný að því loknu.

///

Synthetic obsidian tiles show how we can find value in unexpected materials.

How do we perceive man-made nature? Stone wool production is the only glass industry in Iceland using local resources. Until now, used stone wool has not been recycled. By utilizing the materials potential, the value can be increased. In this project the stone wool is transformed into a material related to the volcanic glass obsidian.

The natural obsidian is a rare material in high demand. In relation to the architectural history, ground obsidian was used as coating on remarkable buildings such as the Icelandic National Theatre, before its use was strictly regulated.

Synthetic obsidian is an intriguing material which furthermore has the potential of being recycled time and again.