Listsköpun við eldhúsborðið

Að opna fyrir listsköpun í hversdagslífi barna 
 

Viðfangsefni þessa verkefnis er bókin Listasmiðja sem er ætluð heimilum og inniheldur skapandi verkefni fyrir börn.
 
Markmið verkefnisins er að opna fyrir listsköpun í hversdagslífi barna. Í bókinni legg ég áherslu á að listsköpunin sé aðgengileg hvað varðar efnivið og þekkingu. Þess er gætt að efniviður sé opinn og auðvelt að nálgast og að ekki þurfi sérfræðikunnáttu til þess að styðja við listsköpun barna.
 
Verkefnin eru einfölduð í les- og myndmáli með því að brjóta þau upp í skref. Verkefnin eru til þess fallin að auðvelt er að yfirfæra aðferðir og efnisval á áframhaldandi sköpun útfrá eigin forsendum. 
 

 

Í ritgerðinni fer ég yfir fræðilegan bakgrunn þess hver áhrif listsköpunar er á þroska barna og mikilvægi umhverfis í því samhengi. Ennfremur fjalla ég um ferlið á bak við gerð bókarinnar ásamt því að beina sjónum mínum að því að börnum séu búnar aðstæður og tækifæri til listsköpunar í nærumhverfi sínu.
 
Listsköpun getur haft margvísleg áhrif á einstaklinga og er í eðli sínu sjálfmiðað ferli. Innri þættir virkjast eins og sjálfið, ímyndun og hugsun ásamt því að tæknileg færni þroskast.
 
Að opna fyrir listsköpun inni á heimilinu hefur í för með sér aukna samveru og samvinnu innan fjölskyldunnar.
 
Listsköpun felur í sér innihaldsríka reynslu þar sem þátttakandinn er virkur skapari en ekki aðeins móttakandi upplýsinga með engin áhrif.

 

 
img_4057_1.jpeg
 
 
 
Kristín Klara Gretarsdóttir
krisklara [at] me.com
Leiðbeinandi: Ingimar Ólafsson Waage
20 ECTS
2022