Klassísk söng-/hljóðfærakennsla

Klassísk söng-/hljóðfærakennsla er þriggja ára nám sem leiðir til B.Mus.Ed gráðu við námslok. Uppbygging námsins svipar mjög til B.Mus náms í hljóðfæraleik.
 
Áhersla er lögð á fjölþætta þjálfun í hljóðfæraleik en auk þess er áhersla lögð á kennslufræðitengdar greinar og önnur fræði. Markmiðið er að við lok námsins búi nemendur yfir góðri færni á hljóðfæri sitt auk hagnýtrar þekkingar sem nýtist þeim við kennslu barna og unglinga í fjölbreyttu samfélagi. Meðal sértækra námsgreina má nefna kennslufræði, sálfræði, miðlun og þætti tengda samspili og spuna og margt fleira.
 
Reglubundnir hóptímar og masterklassar eru vettvangur þar sem nemendum er leiðbeint af öðrum en aðalfagkennurum sínum. Margir íslenskir og erlendir gestakennarar heimsækja deildina á hverju ári. Kammertónlist og samspil eru mikilvægur þáttur í náminu ásamt námskeiðum í barokktónlist og samtímatónlist.
 
Markmið tónlistardeildar er að mennta fjölhæft tónlistarfólk með góða þekkingu, leikni og hæfni í sínu fagi. Kennaranámið telst ákjósanlegur undirbúningur meistaranáms í hljóðfærakennslu. Vel menntaðir tónlistarkennarar eru undirstaða áframhaldandi vaxtar tónlistarnáms í samfélaginu til framtíðar litið.

Frekari upplýsingar um námið er að finna í stuttri kynningu hér að neðan.

 

 

 

 

 

Flestir tónlistarmenn sinna kennslustörfum einhvern tímann á lífsleiðinni og er námið því góður valkostur fyrir ungt tónlistarfólk sem vill eiga fjölbreytta starfsmöguleika á sviði tónlistar.

Fagstjóri klassískrar söng- og hljóðfærakennslu er elinanna [at] lhi.is (Elín Anna Ísaksdóttir), aðjúnkt.

 

Nafn námsleiðar: Söng-/hljóðfærakennsla 
Nafn gráðu: B.Mus.Ed
Einingar: 180 ECTS
Lengd náms: 6 annir – 3 ár
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Umsóknarfrestur: 12. apríl 2024

Umsóknum svarað: Maí/júní 2024

UMSÓKNIR

Rafræn umsókn
Sérleiðbeiningar brautar

HAFA SAMBAND

Elín Anna Ísaksdóttir, elinanna [at] lhi.is
Sigurður Flosason, siggiflosa [at] lhi.is

Klassískt söng-/hljóðfærakennaranám er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt þar sem maður fær leiðsögn hjá góðum kennurum og kynnist frábæru tónlistarfólki. Námið veitir góðan grunn og undirbúning fyrir verðandi tónlistarkennara.
 

Vilborg Hlöðversdóttir

Frá fagstjóra

Á Íslandi  búum við við þau gæði að um allt land má finna öfluga starfsemi tónlistarskóla. Innan skólanna starfar vel menntað tónlistarfólk og innviðir eru góðir. Það er sannfæring mín að tónlistarnám sé öllum hollt og vonandi mun sú uppbygging sem átt hefur sér stað á Íslandi á sviði tónlistaruppeldis halda áfram að vaxa og dafna. 

Það er hins vegar ekki sjálfgefið og við sem komum að þessum málaflokki þurfum að vera okkur meðvituð um hvernig best sé staðið að vexti þess og þróun. 

Í síbreytilegum heimi samtímans er aukin krafa um nýsköpun, skapandi nálgun auk miðlunar og samvinnu og hlýtur það að kalla á nýja nálgun í skólakerfinu, nýjar áherslur og jafnvel nýjar námsgreinar. Kennarar gegna lykilhlutverki í þróun náms og kennslu en gæði skólakerfis getur aldrei orðið betri en mannauðurinn sem þar er 

Mikilvægt er að skoða hvernig hafa megi áhrif á framþróun tónlistarnáms og hvernig hægt er að stuðla að aukinni áherslu á starfsþróun tónlistarskólakennara með bætt nám nemenda að leiðarljósi.  

Elín Anna Ísaksdóttir