Hlutverk kennslunefndar er að vinna að markmiðum er lúta að kennslustefnu Listaháskóla Íslands. Í því felst að stuðla að stöðugri þróun kennsluhátta og kennslumenningar, styðja við nemendamiðaða kennslusýna og stuðla að fjölbreyttum kennsluháttum, auk þess að hlúa að tengslum kennslu og rannsókna. Þá er nefndinni falið að vinna að því að tryggja gæði náms og kennslu, í tengslum við aðrar nefndir skólans. Kennslunefnd á að tryggja jafnræði meðal nemenda í námi og námstilhögun.

Nefndarfulltrúar

Gunndís Ýr Finnbogadóttir, aðjúnkt við listkennsludeild
Tinna Gunnarsdóttir, prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild
Ólöf Nordal, dósent við myndlistardeild
Karl Ágúst Þorbergsson, lektor við sviðslistadeild
Magnús Dagur Sævarsson, listkennsludeild
Hugrún Margrét Óladóttir, listkennsludeild
Þóra Einarsdóttir, aðjúnkt við tónlistardeild, formaður

Ritari og starfsmaður nefndar: Sigríður Geirsdóttir, verkefnastjóri, sigridurgeirs@lhi.is