Fyrir hverja er námskeiðið: Starfandi tónlistarkennara sem vilja bæta kennslufræðilegan grunn sinn og tónlistarfólk með BA gráðu eða sambærilega menntun

Fjallað er um þróun og stöðu tónlistarkennslu í íslensku skólakerfi. Ólíkar nálganir, hugmyndafræði og helstu aðferðir í faginu eru skoðaðar og frumkvöðlar á því sviði kynntir. Fjallað er um innihald aðalnámskrár tónlistarskóla auk þess sem fengin er innsýn í námskrá tónmenntar í grunnskóla. Áhersla er lögð á mikilvægi markmiðssetningar í kennslu og kynntar fjölbreytilegar kennsluaðferðir ásamt gerð náms- og kennsluáætlana og ólíkra námsmatsaðferða. Námskeiðið er á meistarastigi.

Námsmat: Símat og verkefni. 

Kennari: Kristín Valsdóttir umsjón

Staður og stund: Laugarnesvegur, mánudaga og miðvikudaga kl. 09:20-12:10

Tímabil: 3. febrúar - 28. apríl 2017.    Kennsluhlé: 27. febrúar-13.mars

Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt tónlistarnám

Verð: 120.000 (án eininga) / 150.000 (með einingum)

Nánari upplýsingar: Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: elinanna [at] lhi.is