Katrín Kristjánsdóttir
BA Myndlist 2017
katakidda [at] gmail.com

 
Á einkasýningu minni (Afturhvarf) fyrir jól 2016 sýndi ég videóverk og málverk sem töluðu sín á milli. Videóið var staður í náttúrunni sem ég sá og upplifði og málverkin eru minningin. Myndbrot úr huga mér frá staðnum sem ég setti á striga. Ég vildi vinna meira með þessa hugsun um losun á tilfinningum sem ég hugsa sem hugleiðslu. Náttúran er fullkominn staður fyrir hugleiðslu. Hugleiðslan hjálpar mér að tengjast innsæinu. Ég finn fyrir kyrrð í huganum og tengist betur við sjálfa mig. Þegar ég er undir of miklu álagi finn ég sterka þörf fyrir að fara út í náttúruna. Þessi hugleiðsla er mismunandi eftir því því í hvernig ástandi ég er. Stundum er það andlegur styrkur sem ég sækist eftir eða líkamleg útrás. Þetta veitir mér hugarró. Ég fer á stað sem mér líður vel á. Nálægt sjónum sem gefur mér næringu. Hljóð sjávarins er svo endalaust. Vondar tilfinningar fara með vindinum út í blátt hafið og koma til baka með jákvæða strauma og styrk. Einmana- leikinn hverfur í náttúrufegurðinni, ég endurnærist og verð hluti af heildinni. Ég upplifi volduga þögn. Þögnin er svo friðsæl og hún bráðnar innra með mér og ég upplifi umhverfið svo skýrt í kringum mig.