Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar tónlistar- og fræðifólki og áhugasömum um tónlist Jóns Leifs. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.
 
 
Í námskeiðinu er fjallað um tónlist Jóns Leifs og endurreisn hennar á síðustu þremur áratugum. Augum er beint að innri gerð tónverka Jóns og samhengi þeirra við hvert annað og við verk annarra tónskálda í hans samtíma. Nemendur þurfa að hafa góð tök á tónfræðilegri greiningu, sérstaklega m.t.t. hljómagerðar, laglínu, forms, og áferðar. Nemandinn fer í hlutverk rannsakandans og kynnist því hvernig heildarmyndin er saman sett úr greiningu á hinum fjölmörgu tónfræðilegu, þjóðfélagslegu og ævisögulegu þáttum sem móta tónskáldið á ferli sínum. 
 
Námsmat: Munnleg og skrifleg verkefni
 
Kennari: Hjálmar H. Ragnarsson
 
Staður og stund: Skipholt 31. 
 
Tímabil: Haust, 2018.
 
Einingar: 3 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 36.750 kr. (án eininga) /  45.900 kr (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra@lhi.is.