Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja tileinka sér tækni til framburðar tungumála. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.

Nauðsynlegt er að allir þeir sem syngja eða flytja texta á íslensku hafi grunnþekkingu á hljóðkerfisreglum íslenskunnar. Sú þekking er forsenda þess að geta sungið eða flutt texta á vönduðu íslensku máli og borið fram erlend tungumál án íslensks hreims. Mikilvægt er að þekkja hið alþjóðlega kerfi IPA og geta skráð og lesið úr hljóðfræðitáknum.

IPA hljóðritunarkerfið er kynnt, ítarlega fjallað um hljóðkerfi íslenskrar tungu, myndun hljóða og framburðröddun, brottföll og samlagnir, vandaðan og óvandaðan framburð, oföndun, mállýskur og fleira er tengist framburði.

Námsmat: Símat, skrifleg verkefni.

Kennari: Þórður Helgason.

Staður og stund: Skipholt 50 C, þriðjudagar kl. 10:30- 12:10.

Tímabil: 12. september- 28. nóvember.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: Engar.

Nánari upplýsingar:  Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnisstjóri tónlistardeildar. elinanna@lhi.is.