Fyrir hver er námskeiðið: Áhugafólk um tónlist. Námskeiðið er á bakkalárstigi.

Í námskeiðinu verður farið yfir íslenska tónlistarsögu frá upphafi 20. aldar og fram til nútímans. Elstu verk sem kynnt verða eru frá því um 1920, nýjustu verkin eru samtímaverk. Fjallað verður um tónskáld og íslenskt tónlistarlíf aldarinnar; erlenda tónlistarmenn sem settust að á Íslandi og þau áhrif sem þeir höfðu á íslenskt tónlistarlíf; tilurð módernisma í íslenskri tónlist; þjóðlega tónlist sem uppsprettu tónsköpunar; tónsköpun á 21. öld, raftónlist og þróun hennar, "krossover" síðustu ára o.s.frv.

Námsmat: Próf, verkefni og fyrirlestrar.

Kennari: Ingibjörg Eyþórsdóttir.

Staður: Nánari upplýsingar síðar.

Stund: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 10:30-12:10.

Tímabil: 21.ágúst-21.september (alls 10 skipti).

Forkröfur: Stúdentspróf.

Verð: 49.000 (án eininga) / 61.200 (með einingum).

Nánari upplýsingar: Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar. indra@lhi.is.