Fyrir hverja er námskeiðið: Fyrir áhugafólk um heimstónlist.

Í námskeiðinu er farið yfir þær landfræðilegu, sögulegu og menningarlegu forsendur sem hafa mótað helstu tónlistarstefnur og flutningsmáta í hindustani / norður-indverskri klassískri tónlist, sem og helstu einkenni þeirra. 
Námskeiðið skiptist í fjóra fyrirlestra og þrjár vinnustofur.

Í fyrirlestrunum verður leitast við að bregða ljósi á þær aðstæður sem hafa mótað helstu einkenni hindustani / norður- indverskrar klassískrar tónlistar og flutningsmáta þeirra. Einnig verður útskýrt í stórum dráttum hvernig Hindustani hefðin er frábrugðin melakarta –kerfinu sem er að finna í Karnatic tónlistarhefðinni frá Suður Indlandi. Leitast verður við að kynna helstu lagrænu og ryþmísku þætti hindustani tónlistar, sem og hljóðfæri.

Sérstök áhersla verður lögð annars vegar á sargam solfa-kerfi, tíu helstu thaats (kirkjutóntegundir) sem mynda grunninn að uppbyggingu og mótun ragas (lagrænn rammi), og hins vegar á helstu taal (takttegundir) og notkun þeirra. Nokkur dæmi um ragas verða tekin fyrir. 
Annar áhersluþáttur námskeiðisins verður klassíska sönglagahefðin sem tengist við lagahöfundinn og nóbelsskáldið Rabindranath Tagore (1861-1941), eða Rabindrasangit, sem hefur skapað sér sérstakan sess í klassísku og neo-klassísku tónlistarhefð Hindustani tónlistar, einkum í Bengal. 


Námsmat: Próf í hlustun og greiningu þar sem tónheyrn gegnir mikilvægu hlutverki, verkefni, málstofur, vinnustofur og hugsanlega óformlegir tónleikar.

Kennari: Andrés Ramón.

Staður: Nánari upplýsingar síðar.

Stund: Fimmtudagar kl. 08:30-10:10.

Tímabil: 5.október-14.desember (alls 9 skipti).

Forkröfur: Tónlistarmenntun er æskileg en ekki skilyrði. Námskeiðið er á bakkalárstigi.

Verð: 30.500 (án eininga) / 40.800 (með einingum).

Nánri upplýsingar: Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnisstjóri tónlistardeildar. elinanna@lhi.is.