Who the course is for: This course is taught in English. Íslensk lýsing fyrir neðan.

This course is intended for educators, and in particular teachers who are interested in exploring creative approaches and methods to respond to social justice and human rights concerns.  The course has been designed to provide in-service and pre-service support for teachers who are looking for collaborative and creative ways to work with the fundamental curriculum pillar of democracy and human rights. The 10 ECT course is divided into two components worth 6 and 4 ECTS respectively. 

The 6-ECT component will introduce the international field of human rights education (HRE), including presentations of programming approaches, teaching and learning resources, and related theory. The international field will be discussed in relation to the national and local contexts, and the course will draw on HRE research to discuss issues and challenges faced by educators engaging to address human rights.  

The 4-ECT component course will draw on participant experience through reflective and critical pedagogy to move towards the creation of a practical piece of work that can be applied in a professional or personal setting (a course syllabus, a training session, or a personal or staff development plan, for example). The intention is to use the awareness, knowledge and skills acquired in the 6-ECT component of the course to further participants’ personal or institutional advocacy efforts and/or pedagogical approach to working with the fundamental pillars of human rights and creativity. 

Assessment: Continuous assessment (reflections) and final presentation assessed using a rubric that reflects the learning outcomes.

Supervisor: Susan Gollifer.

Place and time: Laugarnes, þriðjudagar og fimmtudagar frá 15:00 – 18:00

Time period: 14. mars – 6. apríl.

Price: 6 einingar: 72.000 kr. (án eininga) / 90.000 kr (með einingum)
          10 einingar: 120.000 kr. (án eininga) / 150.000 kr. (með einingum)

Preliminary requirements: Good command of English.

/////

Mannréttindakennsla og skapandi leiðir (10ECTS) Human Rights and Creative Education 

4 vikna námskeið kennt frá 14. mars- 6. apríl 2017 Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 15.00-18.00 (Námskeiðið er kennt á ensku)
Kennari: Susan Gollifer sérfræðingur á sviði mannréttindakennslu. 

Námskeiðið er hugsað fyrir kennara sem hafa áhuga á skapandi leiðum í mannréttindakennslu. Námskeiðið er hannað fyrir bæði starfandi kennara og kennaranema á meistarastigi með sérstaka áherslu á samvinnu og skapandi starf sem fellur að grunnþáttum og aðalnámskrám Mennta- og menningarmálaráðaneytisins. 

Einingarnar 10 skiptast í tvo samþætta en aðskilda þætti og geta áhugasamir valið að taka þá báða eða einungis þann fyrri sem eru 6 einignar. Ekki er í boði að taka einungis seinni 4 einingarnar þar sem fyrri hlutinn er forsenda hans. 

6-eininga hlutinn mun leggja áherslu á fræðilega nálgun þar sem kynntar verða alþjóðlegar og innlendar áherslur í mannréttindarkennslu. Kynnt verður fjölbreytt kennslu- og námsefni, og hugmyndafræði sem tengjast mannréttindakennslu. Alþjóðlegar áherslur verða ræddar í samhengi við íslensk tækifæri og menntarannsóknir. 

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðisins eiga nemendur að: 

  • Geta útskýrt mannréttindaviðmið, lög og reglur frá alþjóðlegum, innlendum og staðbundnum sjónarhornum.
  • Geta útskýrt hugtök sem liggja til grundvallar mannréttindafræðslu.
  • Geta tengt hugmyndir um mannréttindakennslu við eigin hugmyndafræði og reynslu.
  • Vera færir um að beita skapandi aðferðum í kennslu með áherslu á mannréttindi.

4-eininga hlutinn er sjálfstætt framhald af fyrri hlutanum.

Í honum munu þátttakendur byggja á þeim fræðum sem kynnt voru í þeim fyrri. Áhersla verður lögð á að tengja fræði við framkvæmd á skapandi hátt með tengingu við þróun starfshátta og persónulega reynslu. Í þessum hluta munu þátttakendur hrinda í framkvæmd eigin áætlun sem getur verið með fjölbreyttum hætti allt eftir áhuga og reynslu nemenda. Ef þátttakendur eru starfandi í skólakerfinu þá eru þeir hvattir til að tengja verkefni áfangans eigin starfi.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að skapa aðstæður fyrir þátttakendur til að hrinda í framkvæmd verkefni sem tengjast mannréttindatengdum fræðum. Í flestum mannréttindasáttmálum sem nú eru í gildi er litið svo á að mannréttindi séu meðfædd grunnréttindi hverrar manneskju. Með markvissri mannréttindakennslu er reynt efla tilfinningu einstaklinga fyrir mikilvægi þess að mannréttindi séu varin og virt samfara skilningi á að þau eru algild og órjúfanleg. Byggir slík kennsla meðal annars grundvallarhugtökum mannréttindaverndar eins og frelsi, jafnrétti og banni við kúgun. Lögð er áhersla á;

  • sjálfstæð, persónuleg og skapandi vinnubrögð,
  • virkni nemenda í öllum þáttum,
  • skýrt og greinandi vinnuferli,
  • vönduð framsetning allra þátta.

Í lok námskeiðisins eiga nemendur að geta:

  • Skipulagt og framkvæmt kennslu sem byggir á hugmyndafræði mannréttindakennslu.
  • Lagt mat á eigin mannréttindakennslu með hliðsjón af fræðum.
  • Fjallað um hverning hægt er að mennta nemendur um mannréttindi með skapandi leiðum.

Námsmat: Leiðsagnarmat og sjálfsmat.

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar: olofhugrun [at] lhi.is / 520 2409