Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er kennt á ensku. Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja fræðast um hljóðlist samtímans. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.
 
Í námskeiðinu verður saga hljóðlistar til umfjöllunar, allt frá tilraunum og framúrstefnulegum kenningum í upphafi 20. aldar til hljóðatilrauna samtímans.
 
Hlutverk og notkun á tækni og tólum við innsetningu hljóða verða skoðuð sem og notkun á rými við flutning tónlistar. Í því samhengi verður jafnframt rýnt í hlutverk flytjandans. Enn fremur verður orðræða í kringum tilraunatónlist krufin og leitast verður við að svara grundvallarspurningum um eðli hljóðlistar.
 
Námsmat: Námsmat byggir á fyrirlestri, ritgerð og þátttöku í lokasýningu námskeiðs þar sem verk nemenda verða flutt.
 
Kennarar: Berglind María Tómasdóttir og Erik de Luca.
 
Staður og stund: Laugarnes 91, þriðjudagar kl. 10:30 - 12:10.
 
Tímabil: 23., 30. jan. 6., 13., 27. feb. 6., 13., mars, 10., 17., 24. apríl, 2018.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Góð enskukunnátta. Stúdentspróf.
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar. indra [at] lhi.is.