Fyrir hverja er námskeiðið: Tónlistarkennara og annað tónlistaráhugafólk sem vilja öðlast þekkingu og skilning á samþættingarmöguleikum tónlistar og myndlistar.

Megináhersla námskeiðsins er að kynna nemendum snertifleti tónlistar og myndlistar og möguleika á notkun vídeótækni með tónlist. Kynnt verða verk myndlistamanna sem vinna með hljóð og mynd. Kennd verður tökutækni, bæði úti og inni, ásamt notkun upptökutækja, vídeó- og myndavéla. Lögð er áhersla á samvinnu og hlutverkaskiptingu í tökuteymum. Kennt verður á grunnþætti í notkun klippihugbúnaðar ásamt frágangi vídeóklippu til sýningar.  Námskeiðið er á bakkalárstigi.

 Námsmat:  Nemendur vinna 2 verkefni á námskeiðinu. Fyrra verkefnið er glærukynning um listamann sem vinnur með hljóð og mynd og kynnir nemandinn glærur sínar fyrir samnemendum. Námsmat glærukynningar byggir á framsetningu efnis og kynningu nemandans á efninu. Vægi 20%

Seinna verkefnið er lokaverkefni áfangans.  Það er einstaklingsverkefni, myndskreyting (tónlistarmyndband), við tónlist eða tónlistaflutning nemandans.  Lokaverkefnið verður síðan kynnt í yfirferð í lok áfangans. Námsmat lokaverkefnis byggist á eftirfarandi þáttum: Uppbyggingu frásagnar eða myndáhrifa í samræmi við tónlist. Stjórnun upptöku, tökutækni, klipping, lýsing og frágangur. Vægi 70%

Teymisvinna. Vægi 10%

Kennari: Sigrún Harðardóttir

Staður og stund: Óákveðið, Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:00-19:40

Tímabil: 14. febrúar-30. mars 2017

Forkröfur: Stúdentspróf. 

Verð: 48.000 (án eininga) / 60.000 (með einingum)

Nánari upplýsingar: Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: elinanna [at] lhi.is