Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynnast heimspeki og þjálfa notkun aðferða hennar í kennslu/miðlun. Skyldunámskeið í meistaranámi í listkennslu.

Fjallað er um hugmyndir nokkurra helstu heimspekinga og uppeldisfrömuða Vesturlanda um nám, námskenningar og fjölbreytta kennsluhætti; hugmyndir um listuppeldi og gildi lista í skólastarfi og menntun; lífsstíl og lífsgildi í tengslum við samfélagsrýni og listkennslu og hvernig listgreinakennarar geta vakið nemendur til endurmats á lífsstíl og gildismati í gegnum listir. Jafnframt eru heimspekilegar samræður um sama efni og einnig út frá kynningu nemenda á eigin verkefnum. Nemendur fá þjálfun í notkun heimspekilegrar samræðu við kennslu.
 
Námsmat: Símat, verkefni.

Kennarar: Ingimar Waage og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir. 

Staður og stund: Laugarnes, tími tilkynntur síðar

Tímabil: Tilkynnt síðar

Verð: (án eininga) (með einingum).

Forkröfur:  BA. gráða eða sambærilegt nám.

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 520 2409