Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynna sér möguleika hæghreyfinga. Valnámskeið í BA sviðslistadeild. 

Í námskeiðinu verða möguleikar hæghreyfinga kannaðir og sjónum beint að kostum þess að hægja á sér. Hreyfingarnar verða skoðaðar í tengslum við ólíkan efnivið og í ólíkum rýmum ss. borgarrými og náttúru. Með því að hægja á sér opnast aðgengi að okkur sjálfum, hæfileikum okkar og ástríðu. Hæghreyfingarnar sem kenndar verða á námskeiðinu byggja á japönskum Butoh dansi og byggja á spuna, sterkri nærveru og hugmyndum um gjörhyggli.

Námsmat: Símat. 

Kennari: Susanne Daeppen.   

Susanne Daeppener dansari og danshöfundur er listrænn stjórnandi „ Dakini Dance Projects“ í Sviss. Hún er menntuð í Sviss, New York og Japan og hefur numið Butho dans hjá Kazuo Ohno og og Eiko & Koma. Hún hefur hlotið styrki og viðurkennigar fyrir störf sín þ.á.m. hlaut hún viðurkenningu fyrir listrænt og menningarlegt framlag sitt í borginni Biel-Bienne árið 2004 þar sem hún býr og starfar sem listamaður og einnig sem dans og jógakennari.  Hún er höfundur bókarinnar „The Art of Slow Movement“ ... a Dance from Nature to the Soul“. 

Staður og stund: Kennt daglega frá 08:30 – 12:10 í Álfhóli á Sölvhólsgötu 13. (Ath. að kennsla hefst þó kl. 10:30 þann 21. ágúst)

Tímabil: 21. ágúst- 1. september. 

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur:  Stúdentspróf. Nauðsynlegt er að nemendur hafi umtalsverða reynslu af sviðslistum. 

Nánari upplýsingar: Vigdís Másdóttir, deildarfulltrúi sviðslistadeildar. vigdismas@lhi.is / 545 2297