Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið fyrir alla þá sem vilja öðlast grunnfærni í að setja saman og vinna með gagnvirk tónlistar- eða myndferli með tölvum eða öðrum tækjum og geta nýtt grunnfærnina til að mynda hljóð og/eða stjórna því í rauntíma.

Vinnustofa þar sem þróaður er hugbúnaður og/eða vélbúnaður fyrir gagnvirka tónlist og/eða mynd, annað hvort innsetningar eða lifandi tónleika- eða dansverk. Nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum með hjálp kennara. Þar þróa þeir hug- eða vélbúnað sem bregst við ytra áreiti í gegnum hljóðnema, vídeó eða hvers kyns skynjara og svarar með hljóð-, tón-, mynd- eða vélferlum í samhengi við það sem inn kemur. Námskeiðið er ekki takmarkað við tónlist og má vel hugsa sér að það eigi erindi við t.d. myndlistar- eða dansnemendur. Hug- og vélbúnaður er frjáls en algengast er að notast sé við Max/MSP, PD og/eða Arduino.  Námskeiðið er á bakkalárstigi.

Námsmat:  Ástundun, þátttaka og lokaverkefni.

Kennari: Jesper Pedersen.

Staður og stund: Sölvhólsgata 14, daglega kl. 13:00-16:00

Tímabil: 8. -12. maí 2017

Forkröfur: Stúdentspróf. 

Verð: 30.000 (án eininga) / 40.000 (með einingum)

Nánari upplýsingar: Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: elinanna [at] lhi.is