ÞRÆÐIR - TÍMARIT UM TÓNLIST - 2. TÖLUBLAÐ
Vefritið ÞRÆÐIR er gefið út af tónlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur það hlutverk að skapa vettvang, aðhald og hvata fyrir hverskonar rannsóknarvinnu tengda tónlist innan sem utan skólans. Vefritið beitir sér fyrir því að vera vettvangur fyrir orðræðu um tónlist á íslensku máli. Með vefritinu viljum við auka umsvif rannsókna á sviði tónlistar, skapa ný tækifæri, og vera miðstöð sjónarhorna innan tónlistar.
 
Útgáfa 2. tölublaðs er 31. mars 2017 á www.lhi.is/thraedir
Þessi útgáfa inniheldur fjölbreytt efni úr ólíkum áttum; allt frá hugleiðingum um tónlistarmenntun, minningu um tónskáld, sviðsetningu á menningararfi, tilraunum á nótnaritunarathæfi, innsýn í tónsmíðavinnu og yfir í hljóðfærahönnun.