Sigurður Atli Sigurðsson, umsjónarmaður prentverkstæðis Listaháskóla Íslands í Laugarnesi ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni standa að hreyfiprentverkstæðinu Prent & Vinir. Þeir munu taka sér bólfestu á Listasafni Íslands frá og með 11. maí og fram í september.

Á sýningunni Ýmissa kvikinda líki munu þeir skapa innsetningu í formi verkstæðis þar sem grafíkverk verða framleidd af miklum móð og munu óvæntir gestir heimsækja þá á sýningartímabilinu og vinna verk í samvinnu við þá.  Fjöldi nýrra verka ásamt bókverki prentuðu í takmörkuðu upplagi í Risograph og silkiþrykki verða til sýnis á verkstæðinu.

Áður hafa þeir sett upp verkstæði og sýningu í Myndhöggvarafélaginu, Harbinger og Internation Print Center í New York en verður þetta stærsta verkefni þeirra til þessa.

Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast hér.

prent.jpg