RÝMD er sýningarrými stutt af Listaháskóla Íslands, staðsett í Breiðholti í gamla sýningarsal Nýlistasafnsins. Rýmið er rekið af gallerínefnd sem samanstendur af núverandi BA- og MA nemum myndlistardeildar LHÍ. Leitast er við að setja upp sýningar eftir íslenska og alþjóðlega nema sem stunda nám við Listaháskóla Íslands eða sambærilega stofnun. RÝMD er vettvangur fyrir tilraunakennd verkefni bæði á vegum einstaklinga og/eða hópa og leggur áherslu á að bjóða upp á tækifæri fyrir upprennandi listamenn í faglegu umhverfi.

RÝMD er vettvangur fyrir tilraunakennd verkefni á vegum einstaklinga og hópa sem annars væru ekki sýnileg, svo við leitumst við að sýna ný eða nýleg verk sem lítið hafa verið sýnd áður. 

RÝMD tekur á móti umsóknum frá nemendum Listaháskóla Íslands, sem og nemendum frá erlendum listaháskólum. Það á bæði við fyrir listamenn og sýningarstjóra. Hægt er að sækja um tvö rými, annars vegar aðal sýningarrými RÝMDAR staðsett í Völvufelli 13 (gamla sýningarsal Nýlistasafnsins) og hinsvegar vídeó sýningarstað sem er staðsettur í myndlistardeild Listaháskólans að Laugarnesvegi 91. Sýningar munu yfirleitt standa í tvær til fjórar vikur, en verkefni sem henta ekki þessum tímaramma (gjörningar, videókvöld, pop- up og annað) eru líka velkomin.

RÝMD á Facebook