RÝMD tekur nú við umsóknum frá öllum nemendum Listaháskóla Íslands og utan skólans.

Umsækjendur geta valið á milli að sýna í aðalrými gallerísins eða í myndbandsrýminu. Við tökum við öllum tillögum, hvort sem það eru einkasýningar, hópsýningar eða hugmynd að sýningarstjórnun. Sýningar í aðalrýminu standa oftast uppi yfir eina til tvær helgar og myndböndin þrjár til fjórar vikur en eru þessir tímarammar aðeins til hliðsjónar og hægt er að biðja um að fá að sýna lengur. RÝMD er hugsað sem rými til þess að færa hugmyndir lengra og hvetjum við umsækjendur til þess að nota tækifærið til þess að sýna verk sem ekki hafa verið sýnd annars staðar.

Aðalrýmið er staðsett í Efra-Breiðholti, Völvufelli 13-21. Það er um það bil 120 m², og lofthæðin 3.5 m. Það eru bæði steypu og gipsveggir, og stórir gluggar við innganginn þar sem sést inn í göngugötu og nærliggjandi hverfi. Gólfið er að mestu útsett gulum og rauðum flísum fyrir utan við innganginn þar sem eru gráar flísar. 
Myndbandsveggurinn er staðsettur í byggingu myndlistardeildar LHÍ, Laugarnesvegi 91. Þar er einblínt á myndbands-og hljóð verk. 

Vinsamlegast látið eftirfarandi skjöl fylgja umsókninni:
• Útfyllt meðfylgjandi skjal í PDF formi (https://drive.google.com/open?id=1JOB69nn1Gw1VOxWl49NtUwLX8SQjUq3X).
• Stutta lýsingu á hugmynd (250 - 500 orð) þar sem fram kemur hvað þú/þið hafið í hug að sýna.
• Myndir eða sjónrænar útskýringar; í mesta lagi 10 myndir/eða skissur og ekki lengra en 10 mínútna hljóðupptökur eða myndbönd. Vinsamlegast látið netslóð fylgja með fyrir hljóðupptökur/myndbönd. 
• Ferilskrá.

*Umsóknirnar mega vera skrifaðar á íslensku eða ensku, en gott er að hafa í huga að ekki allir meðlimir skipulagsnefndar gallerísins tala íslensku.
*Tímabilið er frá september til desember 2018 (og mögulega um sumarið ef áhugi er fyrir því).
*Þeir sem sýna í aðalrýminu sjá sjálfir um að sitja yfir sýningunni, uppsetningu og þrif eftir sýninguna. 
*Því miður getur RÝMD ekki stutt við ferðakostnað eða efniskostnað en hægt er að fá meðmælabréf ef listamennirnir ætla sér að sækja um styrki annarsstaðar frá.
*Vinsamlegast sendið einn tölvupóst með öllum gögnum í PDF formi og gott er að komi fram í heiti póstsins að um umsókn sé að ræða fyrir haustið 2018. Umsóknarfresturinn er til miðnættis á mánudaginn 30.apríl.

Fyrir frekari upplýsinga er hægt að hafa samband á rymdprojects [at] gmail.com

!