Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ fór dagana 13. – 18. mars ´18 sem Erasmus skiptikennari til Helsinki í Finnlandi.
 
 
Meginverkefni ferðarinnar var að opna og kynna nýtt norrænt námsefni í tónlist og hreyfingu sem ber heitið Nordic sounds.
 
Um er að ræða rafrænt námsefni frá öllum norðurlöndunum. Námsefnið inniheldur fimm söngva, leiki og dansa frá hverju landi og leiðir til útfæra kennsluefnið á nýjan og skapandi hátt. 
 
Námsefnið var unnið af kennurum frá öllum Norðurlöndunum en ritstjórn var í höndum Kristínar Valsdóttur, Elfu Lilju Gísladóttur og Nönnu Hlíf Ingvadóttur og finnskra starfsystra þeirra, Soili Perkio og Elisu Säppenen. Verkefnið var styrkt veglega af Nordplus Horizontal.
 
Íslenska kennarareymið ásamt Ruth Wilhelmine Meyer frá Noregi kenndi tónlistarkennaranemum á BA stigi í Síbelíusarakademíunni og Metropolia, University of Applied Science. 
 
Íslensku kennararnir buðu aukinheldur upp á opið kennaranámskeið í Espoo, í úthverfi Helsinki. Ritsjórarnir allir ásamt Ruth og Annukka Hirvasvuopio-Laiti frá Lapplandi leiddu síðan árlegt RytmiS námskeið finnsku Orff samtakanna sem stóð yfir frá föstudegi til sunnudags.
 
Það námskeið sóttu um 60 finnskir kennarar ásamt sex starfandi íslenskum tónmenntakennarar. Íslensku kennararnir voru í boði Samtaka Orff tónmennta á Íslandi, en kennararnir höfðu lesið yfir og prufað námsefnið fyrir hönd hópsins.