Sýningin Málverk - ekki miðill opnar í Hafnarborg föstudaginn 24. ágúst kl. 20:00. Sýningarstjóri er Jóhannes Dagsson, lektor og fagstjóri fræða í meistaranámi myndlistardeildar.

Velkomin á Málverk – ekki miðill. Sýningin fjallar um málverkið og forsendur þess í því eftir-miðla umhverfi sem einkennir list samtímans, umhverfi þar sem listamenn ferðast sífellt meir milli ólíkra forma og efna með hugmyndir sínar. Sýningin er ekki tilraun til að sanna neitt, eða afsanna, heldur tækifæri til að skynja og hugsa. Hún er tækifæri til að hugsa um ákveðna hugmynd um málverkið, þá hugmynd að málverk verði best skilið útfrá öðrum forsendum en fleim miðli sem listamaðurinn velur að vinna í. Verkin á sýningunni eiga sér ekki einhvern einn samnefnara, heldur eru þau ólík, koma héðan og þaðan og bera með sér ólíkar áherslur og ólík viðfangsefni. Þau eru margslungin og áhugaverð verk hvert fyrir sig og með því að setja þau í samhengi hvert við annað verður til tækifæri til nýrrar upplifunar, nýrrar skynjunar.

Listamenn á sýningunni eru Fritz Hendrik Berndsen, Hildur Bjarnadóttir, Hulda Stefánsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jakob Veigar Sigurðsson, Magnús Helgason, Melanie Ubaldo, Sigurður Guðjónsson og Þorgerður Þórhallsdóttir.

Nánari upplýsingar / Facebook viðburður