Tilnefningar til Grímunnar- Íslensku sviðslistaverðlaunanna 2017 voru kunngjörðar við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum fimtudaginn 1. júní.

 

Það vakti athygli að nýútskrifaði Hollneminn Gréta Kristín Ómarsdóttir var tilnefnd í þrem flokkum fyrir:

 

Gréta Kristín Ómarsdóttir fyrir leikstjórn ársins

Stertabenda

í sviðsetningu Grétu Kristínar Ómarsdóttur og Þjóðleikhússins

 

Eftir ljós sem Útvarpsverk ársins

eftir Sölku Guðmundsdóttur

Leikstjórn Gréta Kristín Ómarsdóttir

Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

 

Gréta Kristín Ómarsdóttir sem Sproti ársins 2017

 

Ferilskrá Grétu Kristínar er glæsileg. Hún útskrifaðist vorið 2016 sem sviðshöfundur frá sviðslistadeildinni. Gréta Kristín hefur meðal annars starfað sem verkefnastjóri fyrir Lókal, alþjóðlega leiklistarhátíð, aðstoðarleikstjóri í Konunglega Leikhúsinu í Kaupmannahöfn, í Borgarleikhúsinu og nú síðast í Þjóðleikhúsinu og þá líka sem leikstjóri og dramatúrg.

Stertabenda var útskriftaverkefni Grétu Kristínar sem sviðshöfundur og tók Þjóleikhúsið verkið til sýninga eftir útskrift Grétu.

 

 

Eins og endra nær var starfsfólk sviðslistadeildarinnar áberandi í sínum flokkum.

 

Una Þorleifsdóttir fyrir leikstjórn

Gott fólk

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Una Þorleifsdóttir fyrir leikstjórn

Tímaþjófurinn

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Sveinbjörg Þórhallsdóttir fyrir dans- og sviðshreyfingar

Tímaþjófurinn

í sviðsetningu Þjóðleikhússins

 

Sómi þjóðar sem Sproti ársins

Hilmir Jensson

Karl Ágúst Þorbergsson

 

Sóley Rós ræstitæknir sem Sýning ársins

eftir Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur

í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps

Egill Ingibergsson ljósa- og sviðshönnun

 

Verðlaunafhendingunni verður sjónvarpað beint föstudaginn 16.júní á RÚV.

 

Hér má sjá allar tilnefningarnar.