Aðalfundur Hollnemafélags Listaháskólans var haldinn 25. apríl síðastliðinn í stofu 401 í Þverholtinu. Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar, ársuppgjör og kosin ný stjórn. Þeir sem gengur úr stjórn voru kvaddir sérstaklega og nýir stjórnarmenn boðnir velkomnir. Sjö fulltrúar sitja í stjórn, einn ústkrifaður nemandi frá hverri deild skólans, einn fulltrúi frá nemendum og fulltrúi starfsmanna.

 

Stjórn Hollnemafélagsins hefur lagt áherslu á tvo meginþætti í starfsemi félagsins síðastliðið ár, annars vegar að efla tengsl hollnema við skólann og núverandi nemendur og hins vegar að styðja við Listaháskólann í mikilvægum málefnum.

 

Til að efla tengslin hefur stjórnin staðið fyrir viðburðum þar sem komið hefur verið á stefnumóti hollnema við núverandi nemendur með svokölluðum Minglum, Listaspjalli og Hollnemadegi. Það er von stjórnarinn að hægt verði að efla þessi viðburði í framtíðinni og að þeir munu skipa veglegan sess í starfsemi félagsins á næstu árum. Félagið hefur orðið nokkuð virkt afl innan skólans með því að hafa aðild að fagráði og Baklandi skólans. Jafnframt hefur stjórnin tekið þátt í viðburðum skólans eins og nýnemakynningu, háskólafundi, kynningardegi allra háskólanna og stefnumótunarfundi Listaháskólans.

 

Stjórn Hollnemafélagsins hefur stutt við Listaháskólanum í málefnum sem tengjast húsnæðisvanda skólans, annars vegar með því að senda tillögu í hugmyndagátt um hlutverk Landsbankahússins í Austurstræti 11, þar sem lagt var til að Listaháskóli Íslands fengi það húsnæði til afnota fyrir starfsemi skólans og hins vegar með því að senda stuðningsyfirlýsingu við þingsályktunartillögu Pírata vegna slæms húsnæðisástands skólans.

Sjá skýrslu stjórnar hér fyrir neðan.