23 EINKASÝNINGAR 3. ÁRS NEMA Í MYNDLIST

Á tímabilinu 5. október – 3. desember stendur yfir röð 23 einkasýninga nemenda á 3. ári við myndlistardeild Listaháskólans.

Á hverjum fimmtudegi á tímabilinu opna í senn þrjár einkasýningur í mismunandi sýningarýmum skólans í Laugarnesi, í Naflanum sem er í miðju húsinu, Kubbnum á annarri hæð og Huldulandi sem er innst í húsinu, sem þekkt er fyrir langa ganga og ranghala. Einn nemandi mun sýna í fyrrverandi söluturninum við Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Sýningaropnanir eru á fimmtudögum kl. 17-19 og eru allir velkomnir.

Á föstudögum kl. 15 (nema annað sé auglýst) fara fram leiðsagnir um sýningarnar þar sem nemendur segja frá verkum sínum. Almennt byrjað í Nafla.

Einkasýningar nemenda eru liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora, í umsjón Bjarka Bragasonar. Leiðbeinendur ásamt Bjarka eru Unnar Örn og Anne Rombach. Juliane Foronda sinnir aðstoðarkennslu en gestir í námskeiðinu hafa verið Nadim Samman, Werner Herzog og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.

 

dari.jpg
 

Dagskrá einkasýninga 3. árs:

5.10.17

Berglind Hreiðarsdóttir, Nafli

Stefán Hermannsson, Kubbur

12.10.17

Borghildur Tumadóttir, Nafli

Æsa Saga Otrsdóttir Árdal, Kubbur

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, Hulduland

19.10.17

Ludvík á Brekku, Nafli

Guðrún Sigurðardóttir, Kubbur

Katrín Helga Andrésdóttir, Hulduland

26.10.17

Agnes Ársælsdóttir, Hulduland

Tora Victoria Stiefel, Kubbur

Anna Andrea Winther, Sunnutorg söluturn, Langholtsvegur 70 104 Reykjavík

9.11.17

Guðný Sara Birgisdóttir, Nafli

Hillevi Högström, Kubbur

Valur Hreggviðsson, Hulduland

16.11.17

Alexandre Fortin, Nafli

Ásbjörn Erlingsson, Kubbur

Hanne Korsnes, Hulduland
 

23.11.17

Harpa Másdóttir, Nafli

Ágústa Björnsdóttir, Hulduland

Almar Steinn Atlason, Kubbur

30.11.17

Ásgerður Arnardóttir, Nafli

Þorsteinn Eyfjörð, Kubbur

Þórunn Kolbeinsdóttir, Hulduland