FRAMKVÆMDARÁÐ

Framkvæmdaráð er samráðsvettvangur helstu stjórnenda skólans. Ráðið fjallar um sameiginleg málefni deilda og stoðsviða og skipulag skólastarfsins, þ.m.t. skipulag kennslu og kennslufyrirkomulag. Framkvæmdaráð undirbýr tillögur að stefnu fyrir skólann í helstu málefnum og er bakhjarl rektors í daglegri stjórn.

Í framkvæmdaráði sitja auk rektors, framkvæmdastjóri skólans og deildarforsetar. Aðrir forstöðumenn sitja fundi ráðsins eftir því sem tilefni gefa til. Rektor stýrir fundum framkvæmdaráðs.

FAGRÁÐ

Fagráð 2017-2018 skipa

Bryndís Björgvinsdóttir, aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild
Jóhannes Dagsson, lektor við myndlistardeild
Ásgerður G Gunnarsdóttir, lektor við sviðslistadeild
Atli Ingólfsson, prófessor við tónlistardeild
Ingimar Ó Waage, aðjúnkt við listkennsludeild
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor
Sigrún Inga Hrólfsdóttir, forseti myndlistardeildar
Stefán Hallur Stefánsson, stundakennari við sviðslistadeild
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, fulltrúi meistaranema
Tora Victoria Stiefel, fulltrúi bakkalárnema
Eva María Árnadóttir, áheyrnarfulltrúi Hollnemafélagsins