Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið nýtist öllum sem koma að myndlistarkennslu eða þverfaglegri kennslu í skólum, frístundaheimilum eða safnafræðslu. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu er skoðað með hvaða hætti nota má umhverfið sem uppsprettu hugmynda í skapandi vinnu með formfræði. Rannsókn og læsi á nærumhverfið liggur til grundvallar í öllum verkefnunum ásamt vinnu með punkta, línur, fleti, form og rými. Hugmyndir eru þróaðar í tvívíðar og þrívíðar skissur og einföld líkön. 
 
Námsmat: Virkni í verkefnavinnu, framsetning hugmynda og kynning.
 
Kennari: Helga Guðrún Helgadóttir er myndlistarmenntuð með kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Hún hefur kennt við Hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði frá árinu 1995, en starfar núna sem kennari við Tækniskólann. Hún lauk meistaraprófi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands vorið 2015. Í meistaraverkefninu fjallaði Helga um á hvern hátt vinna má með rannsókn á umhverfinu sem uppsprettu hugmynda fyrir verkefnavinnu í formfræði.
 
Verkefnið skiptist í tvennt, kennsluefni í formfræði fyrir listnámsbrautir framhaldsskóla, þar sem finna má hugmyndir að verkefnum sem kennarar geta nýtt sér við formfræðikennslu, og ritgerð sem er fræðilegur rökstuðningur við kennsluefnið.
 
Staður og stund: Laugarnes, miðvikudagar kl. 16- 18.30 og laugardagar 10- 15.
 
Tímabil: 7.- 17. nóvember, 2018.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249