Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í BA námi í myndlist.

Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkrar lykilkenningar og stefnur fagurfræðinnar innan nútímaheimspeki frá 18. öld til samtímans. Hugtakið nútími er hér skilgreint sem það tímabil sem einkennst hefur af vísindalegri þekkingu, tækniframförum og afhelgun náttúrunnar; nytjahyggju og hugmyndum um mannréttindi og samfélagsskyldur í siðferðilegum efnum; lýðræðis- og jafnréttishugsjónum í stjórnmálum svo að nokkuð sé nefnt. Spurningin er hvaða þýðingu listir hafa haft í nútímanum við að móta heimsmynd hans og sjálfsmynd mannsins. Í námskeiðinu er byggt á bókinni Ásýnd heimsins, Um listir og fagufræði í hugmyndaheimi nútímans, en í henni er fjallað um það hlutverk sem listir og fagurfræði hafa gegnt innan nútímaheimspeki, og hvernig listir og fagurfræði hafa verið í virkri samræðu við heimspeki og heimsmynd nútímans. Varpað er ljósi á hvaða þýðingu listir hafa í dag fyrir þá mynd sem samtíminn gerir sér um heiminn og manninn.

Námsmat: Skriflegt heimaverkefni

Kennari: Gunnar J. Árnason

Staður og stund: Laugarnes, föstudaga kl. 10:30 - 12:10

Tímabil: 10. nóvember - 8. desember

Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum)

Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is