Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja nota möguleika Fab- Labs í skapandi starfi og/eða miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu eru kynntir möguleikar til að tvinna saman skapandi nám og stafræna smiðju/Fab- Lab. Nemendur öðlast þá innsýn með vinnu á fjölbreyttum verkefnum sem endurspegla möguleika Fab- Labsins. Til þess er notaður frjáls hugbúnaður tvívíddar-og þrívíddar forrit sem eru aðgengileg í notkun. Verkefnin eru unnin í anda nýsköpunar þar sem að nemandinn mótar þau út frá eigin athugunum og þörfum.
 
Í lok námskeiðs ættu nemendur að:
 
-sjá möguleika á að tengja Fab Lab og skapandi nám,
-geta nýtt sér helstan hugbúnað sem til þarf til í Fab Lab,
-geta notað helstu tæki í Fab Lab.
 
Námsmat: Verkefni námskeiðisins eru metin út frá leiðsagnamati, sjálfsmat út frá matskvörðum og  jafningjamati. Við námsmat er horft til þátta eins og frumleika, hugvits, verklags og frágang verkefna.
 
Kennari: Soffía Margrét Magnúsdóttir.
 
Soffía Margrét Magnúsdóttir er með BA gráðu í textílhönnun frá College for Arts and Crafts, Kerteminde í Danmörku. Hún er kennari á Listnámsbraut, fata- og textílkjörsviði í Fjölbrautaskólanum Breiðholti. Soffía hefur einnig verið kennari í Fab- Lab Reykjavík frá opnun 2014 og haldið fjölda námskeiða fyrir kennara á grunn- og framhaldsskólastigi með áherslu á stafræna framleiðslu, nýsköpun og frumkvöðlafræði í Fab- Lab smiðju.
 
Staður og stund: Námskeiðið fer fram í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Kennt er á laugardögum. 
 
08.02.2020 10:00 - 14:00
15.02.2020 10:00 - 14:00
22.02.2020 10:00 - 14:00
29.02.2020 10:00 - 14:00
07.03.2020 10:00 - 14:00
 
Tímabil: 8. febrúar - 7. mars, 2020.
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur:  BA. gráða eða sambærilegt nám. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249